Kennsla í náttúrufræði

Verandi náttúrufræðikennari í grunnskóla þá get ég ekki annað en verið hissa á þessum tölum. Síðustu PISA kannanir sýna að við erum langt frá því að ná ásættanlegum árangri, þá sérstaklega í stærðfræði og náttúrufræði. Ég vil meina að það sé að mestu leyti um að kenna, vankunnáttu kennara og lélegs námsefnis, það er hrein hörmung og ætti alls ekki að sjást í kennslu. Það er mikil vöntun á gæða kennsluefni sem höfðar til nemenda. Vissulega eru margir sem kenna þessi fög ekki með næga kunnáttu til þess, en það vill brenna við að kennarar sem hafa sérþekkingu á öðrum sviðum séu settir í að kenna þessi, þá einna helst raungreinar.

Það erum reyndar til fínar bækur í náttúruvísindum til kennslu á miðstigi, en þá er aftur sami steinninn í götunni, þar eru kennarar sem ekki hafa sérþekkingu á efninu að kenna og oftar en ekki er hlaupið yfir námsefnið á hundavaði. Mín skoðun er að hinn almenni umsjónarkennari sé einfaldlega hræddur við efnið af því hann kann það ekki nógu vel. Það liggur því í augum uppi að ef grunnurinn í þessum fræðum er lélegur þá er erfitt að byggja ofaná.

Í Finnlandi er hver grein náttúrufræðinnar kennd sér frá 5.bekk og uppúr. Efnafræðin sér, eðlisfræðin sér, jarðfræðin sér og svo framvegis. Ég held nefnilega að fáir nemendur í 8.bekk sem eru að hefja "hið eiginlega náttúrufræðinám" eins og margir vilja meina, geri sér enga grein fyrir hvað er hvað innan náttúrufræðinnar og því kannski ekki auðvelt að ætla aðgreina það svona seint á grunnskólagöngunni.

Ég styð heilshugar að sérgreinamenntun kennara verði aukin, en þá verður námsefni að breytast.

Það er sorgleg staðreynd að svo miklir peningar séu að fara í kerfi sem ekki er að virka sem skyldi.


mbl.is Ísland ver mestu til skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Geirþrúður. Ég er eðlisfræðikennari í framhaldsskóla (kenndi reyndar í grunnskóla fyrir næstum 30 árum síðan) og er alveg sammála þér varðandi náttúrufræðina. Ég held að það fengist betri árangur með því að kenna hverja raungrein sér. Einnig væri æskilegt að hafa meiri verklega kennslu í grunnskóla t.d í eðlisfræði (sem ég þekki best). Verklegar æfingar væru þá notaðar til að nemendur ættu auðveldara með að skilja eðlisfræðihugtök og vinna með þau. Þau verða líka fá að reikna út alls kyns hluti í umhverfi okkar. Kennararnir þurfa ekki að vera neinir "sérfræðingar" til að geta kennt þannig en sennilega þarf námskeið/endurmenntun (og gott námsefni) til að slík kennsla verði markviss. Eins mega ekki vera of margir nemendur í hópnum (12-15 í mesta lagi). Það þarf því væntanlega að skipta bekkjunum í verklegu eins og víðast er gert í framhaldsskóla. Getur verið að þessir peningar sem settir eru í íslenska skólakerfið fari frekar í skólabyggingar heldur en uppbyggingu kennslunnar og möguleika kennara til að halda sér við í starfi?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:42

2 identicon

Er ekki rót alls hins illa í menntakerfinu, og þá á ég nokkurnveginn við grunnskólakerfið, komið af lélegum launum kennara.

Ég stundaði nám fyrir 5,5 árum í grunnskóla og verð að segja að mér fannst alltaf vera sá hugsunarháttur í gangi hjá kennurum að kenna fjöldanum efnið í von um að ákveðin prósenta myndi ná því, ganga vel og halda áfram námi. Semsagt 80% af hópnum nær efninu og þá er það klapp á bakið.

Sjálfur skildi ég efnið, fór í framhaldsskóla og er nú á öðru ári í Háskóla. En ég veit um marga sem voru skildir eftir, og enduðu með því að hætta í skóla og hafa nú ekki eina einustu einingu úr framhaldsskóla sama hvort það er bóklegt eða verklegt nám.

Það sem ég væri sáttur með væri ef fjármagn væri aukið til muna og því nánast undantekningar laust dælt í grunnskólakerfið með það markmið að hækka laun kennara, gera sérmenntuðum hærra undir höfði og þannig laða að aukin fjölda af kennurum. Skipta því næst fjölda barna í minni hópa svo að auðveldara sé fyrir kennaran að hlúa að hverju barni.

Ef það er einhver þjónusta í landinu sem má ekki við því að verða fyrir sparnaðar hugmyndum einhvers kerfiskarls útí bæ þá er það menntakerfið.

Hrafn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir skýrann og fræðandi pistil, og lesendum þínum góð innlegg. Tek undir að laun kennara mættu batna, en ég held að hluti af vandamálum raungreinakennslunar séu kennararnir. Þótt ekki sé öruggt að fólk nýútskrifað úr raungreinum myndi standa sig betur (háskólanám hérlendis er kannski ekki nægilega innstillt á að mennta góða kennara) þá virðist sem úrbóta sé þörf.

Arnar Pálsson, 9.9.2008 kl. 15:41

4 identicon

Flottur pistill!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband