Unglingar

Hingað til hef ég stutt mótmæli gegn hækkun á eldsneytisverði og fundist framtak þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli lofsvert (er það orð?). En hvað sem því líður þá finnst mér á atburðunum í gær og í dag menn vera að missa sjónar á raunverulega takmarkinu. Inn í mótmælin hefur blandast fjöldinn allur af unglingum sem finnst án efa töff að taka þátt í þeim og vera á móti "löggunni", en hafa hins vegar ekki kannað málstaðinn til hlítar. Vörubílstjórar eru til dæmis að mótmæla öðru en bara eldsneytisverði, en hinn almenni unglingur veit varla um hvað vökulögin eða þungatakmarkanir snúast og hvaða máli það skiptir fyrir vörubílstjóra að fá úr þessu bætt. Þeim finnst bara töff að vera að mótmæla bensínverðinu og öskra á lögguna, jafnvel kasta eggi eða fleirum.

Þetta nýjasta "stönt" að standa eins og bjánar á stærstu gatnamótum landsins er ekki til þess að upphefja málstað hins almenna borgara. Ekki þegar ungmenni sem finna líklega hvað minnst fyrir hækkunu í þjóðfélaginu standa fyrir þeim. Svipurinn á andlitum þeirra segir allt sem segja þarf, þau hafa ekki hugmynd hvað þau eru að gera þarna, þetta er bara svo töff! Við erum að mótmæla.

 Ég hér með mótmæli því að mótmæli um hækkanir í þjóðfélaginu og valdagræðgi stjórnvalda séu í höndum barna, já ég segir barna, sem þurfa ekki að standa undir hækkunum á lánum, reikningum,matarkörfunni eða öðru því sem fullorðnir einstaklingar þurfa að borga til reksturs heimilis. Ég vorkenni þeim sem þurfa borga nokkrum krónum meira í bensín nokkrum sinnum á mánuði ekki neitt. 

Fyrir mér er þetta fíflaleg tilraun til að sýnast vera betri en hinir.

 

... hvað ætli margir þarna á gatnamótunum séu með kosningarétt? 


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki einmitt betra að hafa mótmælendurna svona unga þ.e.a.s ósakhæfa, þá má lögreglan ekki "handtaka" þau í lagalegum skilningi þó að hún megi vissulega leiða þau á brott.

Stefán Kjartansson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Magnús Unnar

100% sammála

Magnús Unnar, 25.4.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Þessi grein speglar þitt dómgreindarleysi og fordæmingu gagnvart unglingum, og fólki á mínum aldri, sem hafa virkar skoðanir, sem því miður fáir, eða engir taka mark á.

Sævar Örn Eiríksson, 25.4.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Kári Gautason

Þetta virkar alveg rosalega hrokafullt hjá þér. Af hverju virðist mörgum íslendingum ómögulegt að sjá að ungt fólk hefur skoðanir, og einnig virðist mörgum vera erfitt að átta sig á því að skoðanir ungs fólks eiga alveg nákvæmlega jafn mikinn rétt á sér eins og skoðanir þeirra sem eldri eru.

Kári Gautason, 25.4.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Geirþrúður María Kjartansdóttir

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru unglingar/ungmenni þarna inn á milli sem láta sig málefni líðandi stundar varða og ég fagna því að fólk taki upplýsta afstöðu, enda er það bara til þess að bæta land og þjóð. En það er hins vegar stór hluti þessa aldurshóps sem því miður hefur ekki fyrir því að skoða kjarna málsins, eða fylgjast með gangi þjóðfélagsins, og það fólk tel ég ekki geta tekið upplýstar og ábyrgar ákvarðanir. Það getur vel verið að ég sé þröngsýn og allt það, en það er samt ekki það sama að mótmæla til að mótmæla og mótmæla af ástæðu. Þegar tilkynningar um mótmæli eru farin að ganga um á síðum eins og The Viking Bay, sem síðast þegar ég vissi var rekin af ungmennum, þá er fólk ekki að hugsa málið til enda.  Því segi ég hugsa, kanna, hugsa meira, kanna meira og þá fyrst geturu markað þér skoðun og tekið upplýstar ákvarðanir.

Og Sævar Örn, ég skil afstöðu þína vel, því miður er ekki mikið mark tekið á unglingum, en eggjaköst að lögreglu er ekki beint til að ýta undir það að fólk taki þá trúverðuglega.  

Geirþrúður María Kjartansdóttir, 25.4.2008 kl. 18:04

6 identicon

það voru nú bara nokkrir unglingar sem köstuðu eggjum, ætlaru að dæma okkur öll af þeim sem eru með lægstu greindarvísitöluna?

Svo eru nú til unglingar sem þurfa að borga reikninga og halda uppi heimili, ég til dæmis og mínar systur og mínar vinkonur flestar, allt manneskjur á aldrinum 16-19. Þannig að ekki segja að við finnum ekki fyrir hækkunum á öllu í þjóðfélaginu.

Auðvitað eru ekki allir fluttir út á þessum aldri en þeir þurfa nú oft að kaupa sín eigin föt, sitt eigið bensín(þeir sem eru orðnir 17)og hluti eins og bíóferðir og svoleiðis síðan eru margir sem þurfa að borga heim, þannig að ungt fólk finnur nú alveg fyrir hækkunum þó að þeir þurfi nú ekki allir að borga jafn mikið og fullorðna fólkið þá hafðu það líka í huga að þeir fá heldur ekki eins há laun.

hrefna (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 06:01

7 Smámynd: Hulda Rós Sigurðardóttir

Þrátt fyrir það að ég geri mér fulla grein fyrir því að ungmenni geti haft fulla ástríðu fyrir málstaðnum sem þau mótmæla hver sem hann er, þá get ég ekki annað en verið sammála þér Maja um að þetta síðustu daga var of langt gengið. Ég fylgdist einnig með mótmælunum um daginn þegar unga fólkið var allt í einu farið að kasta eggjum sér til gamans þegar múgæsingurinn hafði gripið þau og nokkrum ungum drengjum fannst alls ekki leiðinlegt að fá athygli fjölmiðlafólks. Þetta var þegar vörubílstjórar voru löngu farnir. Núna var neflilega allt í einu verið að mótmæla lögreglunni og harkalegum aðgerðum hennar ekki síður en bensínverðinu.

Þetta breyttist í enn meira sirkusatriði en það hafði verið áður.

Það er neflilega mjög "töff" að vera á móti löggunni á þessum árum og jafnvel festast sumir í þessu hlutverki þangað til þeir eru orðnir alltof gamlir til þess að vera á móti henni. Ættu að vita betur að þetta er vinna sem þarf að vinna eins og aðrar vinnur. Stundum koma fyrir atvik eins og þarna, þegar þeir þurftu að nota meysið. En til þess er það nú til staðar af því að fólk hættir ekki með lætin og gengur eins langt og það getur. Ég segi við þá sem voru þarna að mótmæla og fengu þetta í augun að þeir hefðu þá betur komið sér í burtu. Þetta er eins og að lenda í slagsmálum eftir ball, þú varst saklaus en hlaust samt að vera að skipta þér að eða "hanga" frekar nálægt.

Ég hef nú alveg töluverða reynslu af þessu þar sem bæði pabbi og kærastinn minn hafa verið í þessu og hef oft sagt að kærastinn er sem betur fer hættur. Það er vegna öllu mótlætinu sem fylgir því að vera í þessu starfi og vanþakklætinu. Svona umræðu sem skapast í þjóðfélaginu um leið og einhver, jafnvel vitlaus ákvörðun er tekin, nú skal ég ekki dæma um það í þessu tilfelli þar sem ég var ekki á staðnum og sá ekki upptökin með eigin augum.

Það var góð sagan sem vinnufélagi pabba sagði að sömu drengirnir sem vinkuðu þeim áður þegar þeir keyrðu framhjá í löggubílnum, sendu þeim fuck u putta á unglingsárunum. Þó svo að lögreglan hefði ekki gert þeim neitt í millitíðinni. Það tengist þessum mótmælum við lögguna þessa dagana kannski ágætlega á vissan hátt.

Ég skildi allavega hvað þú varst að fara með þessari grein og er sammála að þetta er allt fremur þversagnakennt og hjákátlegt.

Hulda Rós Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Geirþrúður María Kjartansdóttir

Takk Hulda fyrir áhugaverða punkta. Ég tek heilshugar undir með þér um störf lögreglunnar, enda er það án efa eitt vanþakklátasta starf sem um getur. Ég hreinlega dáist að mönnum og konum sem endast í þessu starfi.

Geirþrúður María Kjartansdóttir, 27.4.2008 kl. 00:21

9 identicon

Þó að ég sé að mörgu leyti sammála þér að þá veit ég að mörg ungmenni eru fullfær um að hugsa málið til enda. Alveg eins og mörg gamalmenni eru ekki fær um slíkt hið sama. Viska spyr ekki alltaf um aldur, þótt að það eigi til að haldast í hendur.

Þessi mómæli, bæði hjá unglingunum og vörubílstjórunum, eru að mínu mati að mörgu leyti  mjög illa uppsett og, frekar augljóslega, ekki útpæld. Þó að það sé margt til í þeim.

Hinsvegar finnst mér líka aðgerðarleysi ríkistjórnarinnar vera til háborinnar skammar. Og ekki síst vegna sífelldra niðurskurðra á röngum stöðum. Í þessu máli að þá er niðurskurðurinn löggæsla landsins. Það að 50%, eða e-ð þar um kring, af lögregluliðinu  sé ófaglært fólk er bara rugl. Mikið af þessu liði er fólk sem hefur ekki unnið á djöflum sinnar fortíðar og þá er starf þar sem það fær fáránlega mikið vald í hendurnar kjöraðstaða til þess að fullnægja sínum bitrum þörfum. Og það er eitt það síðasta sem samfélög yfir höfuð þurfa. Þ.e.a.s bitur, brennd lögga á valdatrippi.

Það ætti að lengja lögregluskólann. Hafa lögreglu starfið gráðu sem er á við háskólagráðu. Laun í samræmi við það. Og strangar reglur um andlega og líkamlega heilsu lögreglumanna.

 Eins og þú veit Maja mín að þá á ég það til að geta malað endalaust um leið og ég byrja,  þannig að ég stoppa mig núna.

 P.S, það á að borða mat en ekki henda honum í fólk sem er bara að vinna vinnuna sína. Ef ykkur langar svo mikið að gefa mat frá ykkur að þá er til nóg af sveltandi fólki í heiminum

Steinar Örn Viborg Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband