Dagurinn í dag og klósettsetan

Merkilega gott veður þessa dagana, og ég er í ótrúlega góðu skapi í dag. Kannski er það veðrið, kannski er það að ég kláraði vettvangsnámið mitt með stæl í dag, kannski er þetta allt í bland.

En nóg um það. Ég las mjög óhugnalega frétt áðan á mbl.is. Fréttin fjallaði um konu í Bandaríkjunum sem hafði gróið við klósettsetu. Fyrirsögnin var einmitt : Gréri við klósettsetu. Þar sem ég er þvílíkur ofurhugi að annað eins fyrirfinnst varla, klikkaði ég á fyrirsögnina til þess að forvitnast um innihald fréttarinnar. Þá kom í ljós að konan hafði setið á klósettinu í tvö ár!!! Ég endurtek Í TVÖ ÁR!!!! Og allan þennan tíma kom kærastinn hennar eða eiginmaður, ég man ekki hvort, með mat og drykk fyrir hana og bað, ég endurtek, bað hana um að fara af klósettinu. Konan hins vegar neitaði og því fór sem fór, hún bókstaflega festist á klósettinu.

Það sem mér finnst mest truflandi við þetta allt saman er að maðurinn hafi bara dundað sér að koma með mat handa konunni í tvö ár og hún gerði ekkert annað en að sitja á klósettinu og neita því að standa upp. Hvurslags maður er þetta eiginlega? Gat hann ekki bara kippt konunni af svona þegar hann sá fram á að hún myndi ekki standa upp af sjálfdáðum? Það ættu alls ekki að þurfa að líða tvö ár þar til honum dettur í hug að leita eftir hjálp. Ef einhver sem ég byggi með sæti á klósettinu í meira en hálfan dag án þess að hreyfa sig þá væri ég annað hvort búin að hóta viðkomandi öllu illu eða hreinlega fá menn í það að fjarlægja viðkomandi. Ég myndi ekki bíða í tvö ár og dúlla mér við að koma með mat og drykk og svona  kósýheit... no way...

og hvað er þetta með að borða á klósettinu... ég veit hreinlega ekkert ógeðslegra! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski var hitti í setunni..? ég hef heyrt að það sé mjög gott.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband