Bíómiðinn

Ég er ein af þessum sem leiðist að fara í bíó. Þó aðallega af því mér finnst þau upp til hópa subbuleg og mér finnst alls ekkert þægilegt eða spennandi við að horfa á mynd með 300 öðrum manneskjum. En þrátt fyrir þessar skoðanir mínar þá kemur fyrir að ég álpast í bíó, þó líklega ár síðan það gerðist síðast. Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið. Svo ferðin per mann slagar hátt í tvöþúsund krónur. Síðan útskýra menn þessa hækkun með því að vísa til launahækkana starfsfólks. Mér finnst það bara hlægilegt, bíóin hljóta hafa verið að skila ansi góðum hagnaði síðustu ár, annars væri fólk ekki að reka þau. Mér er þá spurn, er það virkilega þannig að þeir álíta sem svo að við hópdýrin Íslendingarnir munum hvort eð er ekki hætta að fara í bíó, við bara hneykslumst í viku eða svo og gleymum þessu síðan, alveg þar til við erum búin að borga fyrir miðann og of seint að skila honum.

Þetta er bara dæmi um hvernig við Íslendingar látum teymast af fyrirtækjum í þessu landi. Fjölmiðlarnir keppast við að segja okkur að það sé kreppa í nánd og hvað gerum við? Við röltum okkur út í næstu raftækjaverslun, húsgagnaverslun eða bílaumboð og fjárfestum í einhverjum óþarfanum sem við teljum okkur trú um, nei fyrirgefið'i, sem fyrirtækin telja okkur trú um að við þurfum á að halda. Eftir því sem kaupmátturinn minnkar þeim mun oftar er visakortinu rennt í gegnum posana. Það kemur að því einn daginn að þessi dýrðarmynd af hinum almenna Íslendingi, sem á ekki í matinn, en á samt flatskjá eða fjóra, hrinur eins og spilaborg. Þá situr fólk uppi með skuldir á skuldir ofan og þá hefur það ekki í sig og á, og á ekki lengur flatskjá eða fjóra.

Ég held að það sé kominn tími til að við hættum að láta draga okkur á asnaeyrunum og tökum afstöðu til þess hvernig við viljum að framtíð landsins verði. Viljum við búa í landi þar sem stöðugar hækkanir eru hinn eðlilegasti hlutur og halda áfram í sama neyslumynstri vitandi það að næsta hækkun er rétt handan við hornið. Nóg er nóg! Tökum afstöðu og hættum að gangast við dyntum yfirmanna í þjóðfélaginu, hvað með það þó þeir þurfi að selja Range Roverinn og fá sér Ford Focus, veraldlegir hlutir skilgreina ekki manneskjuna sem á þá, það er það sem er bak við hlutina sem skiptir á endanum öllu máli.

Hvernig eru Íslendingarnir á bak við alla velmegunareignirnar? 


mbl.is Verð bíómiða að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!!

Og svo smá viðbót hérna á bíóin. Íslenskar myndir. Afhverju er dýrara á Íslenskar myndir? Svarið sem maður fær er til þess að styrkja Íslensku kvikmyndaframleiðendurnar. En ég er nú kunningi eins slíks og hef ég það eftir honum að þeir vá í mesta lagi 100 kall af miðanum í sinn vasa. Hver tekur þá restina?

Steinarr Bestaskinn (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:49

2 identicon

Ég er hættur að fara í bíó, púnktur... Þeri geta bar átt sig!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:29

3 identicon

þetta átti að vera þeir geta bara átt sig!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Bragi

Netið er þægilegt, netið er vinur þinn. Látum bara þar við sitja :)

Bragi, 7.4.2008 kl. 13:45

5 identicon

aaaandskotinn ég er hættur að fara í bíó , www.thevikingbay.org,www.thepiratebay.org hérna downloadið eins mikið og þið getið!

Siggi (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:47

6 identicon

Vá! Hef sjaldan verið jafn sammála nokkru bloggi sem ég hef lesið! Húrra fyrir hugsandi fólki!

Alda Berglind (gestur hér í fyrsta skipti)

Alda Berglind (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:52

7 identicon

HEYR HEYR Maja mín. Djöfull er ég sammála þér! Ég er líka hætt að fara í bíó!!!

Heiðdís (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:18

8 identicon

já ertu að GRÍNAST með verðið á íslenskri mynd!!! wtf! við skötuhjú létum "draga" okkur í bíó um daginn, og þá kostar miðinn 1300 krónur!!    ÞRETTÁNHUNDRUÐ KRÓNUR! þar voru komnar 2600 krónur...lítið og þá meina ég LÍTIÐ sko SKAMMARLEGA lítið kókglas á rúmar 200 krónur og poppið álíka mikið rán! nei nú verður allt sótt á netið eða beðið eftir að þetta komi á dvd (hahaha nei ég bíð nú ekki eftir því ;) )

lovjú görl!  

þóra (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband