Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2008 | 12:24
Kennsla í náttúrufræði
Verandi náttúrufræðikennari í grunnskóla þá get ég ekki annað en verið hissa á þessum tölum. Síðustu PISA kannanir sýna að við erum langt frá því að ná ásættanlegum árangri, þá sérstaklega í stærðfræði og náttúrufræði. Ég vil meina að það sé að mestu leyti um að kenna, vankunnáttu kennara og lélegs námsefnis, það er hrein hörmung og ætti alls ekki að sjást í kennslu. Það er mikil vöntun á gæða kennsluefni sem höfðar til nemenda. Vissulega eru margir sem kenna þessi fög ekki með næga kunnáttu til þess, en það vill brenna við að kennarar sem hafa sérþekkingu á öðrum sviðum séu settir í að kenna þessi, þá einna helst raungreinar.
Það erum reyndar til fínar bækur í náttúruvísindum til kennslu á miðstigi, en þá er aftur sami steinninn í götunni, þar eru kennarar sem ekki hafa sérþekkingu á efninu að kenna og oftar en ekki er hlaupið yfir námsefnið á hundavaði. Mín skoðun er að hinn almenni umsjónarkennari sé einfaldlega hræddur við efnið af því hann kann það ekki nógu vel. Það liggur því í augum uppi að ef grunnurinn í þessum fræðum er lélegur þá er erfitt að byggja ofaná.
Í Finnlandi er hver grein náttúrufræðinnar kennd sér frá 5.bekk og uppúr. Efnafræðin sér, eðlisfræðin sér, jarðfræðin sér og svo framvegis. Ég held nefnilega að fáir nemendur í 8.bekk sem eru að hefja "hið eiginlega náttúrufræðinám" eins og margir vilja meina, geri sér enga grein fyrir hvað er hvað innan náttúrufræðinnar og því kannski ekki auðvelt að ætla aðgreina það svona seint á grunnskólagöngunni.
Ég styð heilshugar að sérgreinamenntun kennara verði aukin, en þá verður námsefni að breytast.
Það er sorgleg staðreynd að svo miklir peningar séu að fara í kerfi sem ekki er að virka sem skyldi.
Ísland ver mestu til skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 21:14
Hetjur og menn með skort á heilbrigðri skynsemi
Miðað við allt sem gerst hefur í lífi mínu síðustu vikur þá ætti ég að vera uppfull af hugmyndum, en þær virðast láta á sér standa. Lokaeinkunnir í skólanum láta einnig á sér standa, þó það sem komið er hafi komið mjög vel út. Sem dæmi þess þá er ég að fara ásamt samnemanda mínum til Danmerkur í haust. Tilgangur ferðar okkar verður að taka þátt í samnorrænu verkefni sem nefnist Álka og í ár verður sérstök áhersla á útikennslu í náttúrufræði. Þar sem við Guðrún, sem er góð vinkona og bekkjarfélagi, gerum nánast öll verkefni saman þá förum við tvær í boði Nordplus sem fulltrúar Kennaraháskólans. Vonandi gefst mér tækifæri til þess að prófa nýju myndavélina mína í ferðinni.
Í sjónvarpinu er "Are you smarter than a 5th grader?", erlenda fyrirmyndin af íslenska þættinum: Ertu skarpari en skólakrakki? Einhvern vegin kemst maður ekki hjá því að hugsa hvort það séu gerðar inngöngukröfur í þessa þætti. Annað hvort er gerð krafa um frekar lága greindarvísitölu eða þeir sem eru nokkuð yfir 100 nota þessi auka stig í almenna skynsemi og sleppa því að taka þátt í svona þáttum. Mér finnst þetta allt frekar fáránlegt, en þetta er amerískur þáttur og því væntanlega ekki við meiru að búast.
Ég ætlaði ekki að blogga um jarðskjálftana en kemst eiginlega ekki hjá því. Ég og unnustinn fórum Gullna Hringinn á laugardaginn. Fengum fallegt veður, nóg af myndatækifærum og frísku lofti. Á bakaleiðinni gerðum við stutt stopp í Hveragerði. Það var ótrúlegt að koma í Eden og ekki að sjá að nokkuð hafi gengið á. Sama var að segja um Álnavörubúðina. Þvílíkur kraftur og elja sem það hefur þurft að koma öllu í samt lag aftur. Hvergerðingar sem og allir íbúar á suðurlandi sem lentu illa í skjálftanum eru hetjur, algjörar hetjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2008 | 16:01
Unglingar
Hingað til hef ég stutt mótmæli gegn hækkun á eldsneytisverði og fundist framtak þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli lofsvert (er það orð?). En hvað sem því líður þá finnst mér á atburðunum í gær og í dag menn vera að missa sjónar á raunverulega takmarkinu. Inn í mótmælin hefur blandast fjöldinn allur af unglingum sem finnst án efa töff að taka þátt í þeim og vera á móti "löggunni", en hafa hins vegar ekki kannað málstaðinn til hlítar. Vörubílstjórar eru til dæmis að mótmæla öðru en bara eldsneytisverði, en hinn almenni unglingur veit varla um hvað vökulögin eða þungatakmarkanir snúast og hvaða máli það skiptir fyrir vörubílstjóra að fá úr þessu bætt. Þeim finnst bara töff að vera að mótmæla bensínverðinu og öskra á lögguna, jafnvel kasta eggi eða fleirum.
Þetta nýjasta "stönt" að standa eins og bjánar á stærstu gatnamótum landsins er ekki til þess að upphefja málstað hins almenna borgara. Ekki þegar ungmenni sem finna líklega hvað minnst fyrir hækkunu í þjóðfélaginu standa fyrir þeim. Svipurinn á andlitum þeirra segir allt sem segja þarf, þau hafa ekki hugmynd hvað þau eru að gera þarna, þetta er bara svo töff! Við erum að mótmæla.
Ég hér með mótmæli því að mótmæli um hækkanir í þjóðfélaginu og valdagræðgi stjórnvalda séu í höndum barna, já ég segir barna, sem þurfa ekki að standa undir hækkunum á lánum, reikningum,matarkörfunni eða öðru því sem fullorðnir einstaklingar þurfa að borga til reksturs heimilis. Ég vorkenni þeim sem þurfa borga nokkrum krónum meira í bensín nokkrum sinnum á mánuði ekki neitt.
Fyrir mér er þetta fíflaleg tilraun til að sýnast vera betri en hinir.
... hvað ætli margir þarna á gatnamótunum séu með kosningarétt?
Ungmenni tefja umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.4.2008 | 11:22
Bíómiðinn
Ég er ein af þessum sem leiðist að fara í bíó. Þó aðallega af því mér finnst þau upp til hópa subbuleg og mér finnst alls ekkert þægilegt eða spennandi við að horfa á mynd með 300 öðrum manneskjum. En þrátt fyrir þessar skoðanir mínar þá kemur fyrir að ég álpast í bíó, þó líklega ár síðan það gerðist síðast. Verð á bíómiðanum var að mínu mati alveg hneykslanlega hátt, og núna er það að hækka enn frekar, miðinn kominn upp í þúsundkallinn og þá áttu eftir að kaupa poppið, kókið og nammið. Svo ferðin per mann slagar hátt í tvöþúsund krónur. Síðan útskýra menn þessa hækkun með því að vísa til launahækkana starfsfólks. Mér finnst það bara hlægilegt, bíóin hljóta hafa verið að skila ansi góðum hagnaði síðustu ár, annars væri fólk ekki að reka þau. Mér er þá spurn, er það virkilega þannig að þeir álíta sem svo að við hópdýrin Íslendingarnir munum hvort eð er ekki hætta að fara í bíó, við bara hneykslumst í viku eða svo og gleymum þessu síðan, alveg þar til við erum búin að borga fyrir miðann og of seint að skila honum.
Þetta er bara dæmi um hvernig við Íslendingar látum teymast af fyrirtækjum í þessu landi. Fjölmiðlarnir keppast við að segja okkur að það sé kreppa í nánd og hvað gerum við? Við röltum okkur út í næstu raftækjaverslun, húsgagnaverslun eða bílaumboð og fjárfestum í einhverjum óþarfanum sem við teljum okkur trú um, nei fyrirgefið'i, sem fyrirtækin telja okkur trú um að við þurfum á að halda. Eftir því sem kaupmátturinn minnkar þeim mun oftar er visakortinu rennt í gegnum posana. Það kemur að því einn daginn að þessi dýrðarmynd af hinum almenna Íslendingi, sem á ekki í matinn, en á samt flatskjá eða fjóra, hrinur eins og spilaborg. Þá situr fólk uppi með skuldir á skuldir ofan og þá hefur það ekki í sig og á, og á ekki lengur flatskjá eða fjóra.
Ég held að það sé kominn tími til að við hættum að láta draga okkur á asnaeyrunum og tökum afstöðu til þess hvernig við viljum að framtíð landsins verði. Viljum við búa í landi þar sem stöðugar hækkanir eru hinn eðlilegasti hlutur og halda áfram í sama neyslumynstri vitandi það að næsta hækkun er rétt handan við hornið. Nóg er nóg! Tökum afstöðu og hættum að gangast við dyntum yfirmanna í þjóðfélaginu, hvað með það þó þeir þurfi að selja Range Roverinn og fá sér Ford Focus, veraldlegir hlutir skilgreina ekki manneskjuna sem á þá, það er það sem er bak við hlutina sem skiptir á endanum öllu máli.
Hvernig eru Íslendingarnir á bak við alla velmegunareignirnar?
Verð bíómiða að hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.3.2008 | 13:37
Dagurinn í dag og klósettsetan
Merkilega gott veður þessa dagana, og ég er í ótrúlega góðu skapi í dag. Kannski er það veðrið, kannski er það að ég kláraði vettvangsnámið mitt með stæl í dag, kannski er þetta allt í bland.
En nóg um það. Ég las mjög óhugnalega frétt áðan á mbl.is. Fréttin fjallaði um konu í Bandaríkjunum sem hafði gróið við klósettsetu. Fyrirsögnin var einmitt : Gréri við klósettsetu. Þar sem ég er þvílíkur ofurhugi að annað eins fyrirfinnst varla, klikkaði ég á fyrirsögnina til þess að forvitnast um innihald fréttarinnar. Þá kom í ljós að konan hafði setið á klósettinu í tvö ár!!! Ég endurtek Í TVÖ ÁR!!!! Og allan þennan tíma kom kærastinn hennar eða eiginmaður, ég man ekki hvort, með mat og drykk fyrir hana og bað, ég endurtek, bað hana um að fara af klósettinu. Konan hins vegar neitaði og því fór sem fór, hún bókstaflega festist á klósettinu.
Það sem mér finnst mest truflandi við þetta allt saman er að maðurinn hafi bara dundað sér að koma með mat handa konunni í tvö ár og hún gerði ekkert annað en að sitja á klósettinu og neita því að standa upp. Hvurslags maður er þetta eiginlega? Gat hann ekki bara kippt konunni af svona þegar hann sá fram á að hún myndi ekki standa upp af sjálfdáðum? Það ættu alls ekki að þurfa að líða tvö ár þar til honum dettur í hug að leita eftir hjálp. Ef einhver sem ég byggi með sæti á klósettinu í meira en hálfan dag án þess að hreyfa sig þá væri ég annað hvort búin að hóta viðkomandi öllu illu eða hreinlega fá menn í það að fjarlægja viðkomandi. Ég myndi ekki bíða í tvö ár og dúlla mér við að koma með mat og drykk og svona kósýheit... no way...
og hvað er þetta með að borða á klósettinu... ég veit hreinlega ekkert ógeðslegra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 13:28
Rafmagnsleysi
Það var rafmagnslaust heima hjá mér.... systa fríkaði út og vissi ekki hvað hún átti að gera...
síðan kom rafmagnið aftur...og systir mín var búin að yfirgefa staðinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 11:13
testing...1..2...3...
jæja.. þar sem dugnaðurinn í karlinum virðist vera að fara út fyrir öll velsæmdarmörk þá get ég ekki látið mitt eftir liggja...
... hvað ég á að segja verður bara að velta á veðrum og vindum, jahh eða skapinu í mér...
.....hef samt komist að því að ég blogga yfirleitt um hluti sem pirra mig við samfélagið...
.... og ég er ekki með klofinn persónuleika eins og ektamaðurinn, ég er eins einföld og þær koma ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)